Katrín Jakobsdóttir og flokkarnir kringum hana hafa lært mikið frá misheppnaðri tilraun fyrir ári. Þá lak allt kruss og þvers, en nú mæla allir sömu möntru. Hún ætlar sér að mynda tæpustu mögulega meirihlutastjórn og veit, hvað til þess þarf. Upplitið á forustuliði flokkanna er mjög bjart og brosið nær út að eyrum. Þessi stjórn ætlar að standa í tvö kjörtímabil, átta ár. Jafnvel Sigurður Ingi er afar heiðríkur. Framundan er tími skelfingar hjá bófaflokknum, sem sér fram á ótalmörg ár úti í kuldanum. Nýja stjórnin hefur gefið sér að rífast ekki innbyrðis, heldur vera reddingastjórn að hefðbundnum hætti. Reddar velferð og ýmsum réttlætismálum.