Flokkarnir í stjórnarmyndun eru næstum sammála um ýmis brýn mál, sem skipta okkur máli. Fremst er auðvitað, að halda bófaflokknum frá ríkisstjórn eitt kjörtímabil. Næstfremst er að fjármagna opinbera heilsukerfið miklu betur. Hægt verður að opna fleiri skjöl og opna fleiri fundi fyrir almenningi. Ennfremur færa skattaþyngd frá fátækum til ríkra og afturkalla rán á tekjum gamlingja. Í ýmsum öðrum málum eru skoðanir einfaldlega of ólíkar til að sætta. Til dæmis aðildarviðræður við Evrópu og ný stjórnarskrá. Mál í sáttaferli eru hins vegar nógu mörg og mikilvæg til að ná auðveldu samkomulagi um þessa nýju ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.