Oflækningar

Punktar

Oflækningar valda því, að einkarekstur reynist verða dýrari en ríkisrekstur í heilbrigðiskerfinu. Læknar setja upp færibandavinnu kringum dýrt tæki og moka síðan sjúklingum í gegn. Skattgreiðendur borga þetta eins og Landspítalann. Sjúkratryggingar Íslands eru sjálfvirk greiðsluvél fyrir einkarekstur. Klippir féð af rekstrarfé Landspítalans. Búnir eru til biðlistar, sem kalla á frekari einkarekstur. Kerfið er ekki lengur norrænt, heldur stefnir á ofurkostnaðinn í heilsumálum Bandaríkjanna. Sama er að segja í skólunum, Hraðbraut fór mjög illa, einnig Áslandsskóli, Keilir og fleiri. Einkarekstur er ávísun á aukin útgjöld.