Bófarnir komnir í spilið

Punktar

Píratar, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins þykja ekki ákjósanlegir félagar í fjölflokkastjórnum til vinstri eða hægri. Komið er í ljós, að Framsókn hugnast ekki að taka tvo síðarnefndu inn í stjórnarviðræðu og er þar á ofan efins um eins manns meirihluta með Pírötum. Er þá vísað í frumhlaup Björns Leví, sem hann dró síðan til baka. Á sama tíma hefur komið í ljós, að Sjálfstæðis er ekki heldur hrifinn af Miðflokknum og Flokki fólksins. Telur þá vera óróaöfl. Þess vegna reyna Vinstri græn og Framsókn að ná langsum íhaldsstjórn frá vinstri til hægri með samstarfi við Sjálfstæðis. Bófarnir verða áfram með puttana við stjórnvölinn.