Kosningarnar kölluðu á íhald og fengu það. Vinstra íhald, hægra íhald og miðju íhald opið í báða enda. Fengu öruggan meirihluta og eru að mynda stjórn. Eins og aðrir íhaldsflokkar eru þeir sammála um margt. Láta kvótagreifa í friði. Hafa stjórnarskrána áfram læsta í skúffunni. Láta vinnslu búvöru í friði. Fá stóriðju í kjördæmin. Láta krónuna og verðbólguna í friði. Hafna öllum breytingum, sem órólegir flokkar hafa stundum verið að leggja til. Pólitíkin verður eins og í gamla daga, þegar byrjað var á að skipta ráðherraembættum og endað á fögrum orðum um fróun lýðsins, sem síðan verða sett í nefnd. Smellpassar við þjóðarviljann.