Siðar ekki siðleysingja

Punktar

Katrín Jakobsdóttir er eitt helzta vandamál þjóðarinnar. Hindrar eðlilega þróun mannasiða í pólitíkinni. Segir það „ekki vera hluta af pólitískri menningu hér á landi“, að ráðherrar taki ábyrgð á siðleysi sínu með því að segja af sér. Notar það sem rökstuðning fyrir frekari setu Sigríðar Andersen í ríkisstjórn. Viðheldur þannig gömlu siðleysi, sem þjóðin þarf að losna við. Ekki bara í þessu máli neitar Katrín að láta ráðherra segja af sér. Tekur ekki heldur afstöðu til þess, hvort Bjarni Benediktsson hafi brotið siðareglur. Hann lá í ár og yfir kosningar á tilbúinni skýrslu um aflandseignir auðgreifa. Katrín er því orðin framvörður hins íslenzka siðleysis.