Leiðsögn fyrir nýja vendi

Punktar

Margs þarf að gæta, ef nýir vendir fara að sópa blóðsugunum út úr Eflingu, öðrum stéttarfélögum og Alþýðusambandinu. Ekki nægir að flytja innblásnar útifundaræður um bágindi láglaunafólks. Einnig þarf að koma með tillögur um lausn vandans. Í fyrsta lagi þarf að koma „hækkun í hafi“ inn í umræðuna. Það er sú staðreynd, að atvinnurekendur koma árlega tugum milljarða, ef ekki hundrað milljörðum árlega undan skiptum og sköttum. Þeir peningar eiga að koma fram í hagtölum og teljast með í sköttum og skyldum. Í öðru lagi þurfa kjósendur að styðja til valda þá flokka, sem vilja setja lög um lágmarkslaun. Ekki er nóg að boða til verkfalla.