Bláeygir, hörundljósir, rauðhærðir

Punktar

Þegar ísöldin hopaði fyrir 11.500 árum, flutti bláeygt fólk frá Spáni og Portúgal norður með vesturströnd Evrópu til Norðurlanda. Þúsund árum síðar kom hörundljóst fólk frá Úkraínu um sléttur Rússlands og Finnland til Norðurlanda. Þessir tveir hópar frumbyggja blönduðust. Síðan komu fleiri hópar frá Mið-Evrópu. Loks fyrir þúsund árum fór hluti blöndunnar frá Noregi, blandaðist rauðhærðu fólki frá Bretlandi og Írlandi, og hafnaði á Íslandi. 34 kynslóðir þessa hrærigrautar hafa búið hér síðan. Meðal þess, sem kom frá Úkraínu var hinn hvíti guð Óðinn og Ásatrúarguðir. Bláeygir Vanir voru áður komnir, líklega frá Spáni og Portúgal. Rauðhærð Kristni kom frá Írlandi.