Andlega veikir táningar

Punktar

Rúmlega 750 unglingar heltust úr námi í framhaldsskóla í haust, þar af 141 vegna andlegra veikinda. Þetta endurspeglar, að erfitt er að lifa á Íslandi. Baráttan fyrir lífinu er hörð. Sumir fara ótímabært að vinna láglaunastörf til að auka lágar heimilistekjur Aðrir verða beinlínis andlega lasnir af tilverunni. Velferðin í landinu er stórlega löskuð eftir harðvítugar auðgreifastjórnir, nú síðast með stuðningi Vinstri grænna. Unglingar geta ekki meira, sál þeirra gefst upp. Þetta er auðvitað þeim fjórðungi að kenna, er enn kýs bófaflokkinn, sem stelur öllu steini léttara. Sú heimska er að verða okkur dýrari en fólk gerir sér grein fyrir.