Píratar og Sósíalistar gera hvorir tveggja tilkall að atlögu fátæka fólksins að sendipiltum auðgreifa í stéttarfélögum. Sósíalistar eru með atganghörku sinni líklegri til byltingar í samskiptum við auðgreifa. Þeir eru alvöru sósíalistar. Píratar eru hins vegar miðjuflokkur, sem heldur ráðstefnur og þing til að finna og knýja fram gegnsærri opinberri þjónustu og fjármálastofnunum, svo og nýja stjórnarskrá. Þegar Hörður Torfason ákveður að komin sé tími á búsáhaldabyltingu kemst loksins olía á eld uppgjörsins í stéttarfélögunum. Til þess þarf ný andlit í verkföllum og á samningafundum og einlægan stuðning af hálfu Sósíalista og Pírata.