Undirlægjuháttur borgarstjóra og formanns skipulagsráðs gagnvart lóðasöfnurum og gróðaverktökum hefur verið til vanza. Ýmis skipulagsslys stórhýsa á þröngum lóðum gamla miðbæjarins eru dæmi um óstjórnina. Litlar íbúðir fyrir lítil efni urðu að rándýrum gistiíbúðum fyrir ferðafólk. Kjósendur geta hins vegar ekki hindrað þetta með því að kjósa Eyþór Arnalds sem borgarstjóra. Hann á lóðir á Granda, Er þar að auki tengdur öflugustu gróðaverktökum borgarinnar, Þingvangi. Eyþór mun að venju bófaflokksins græða milljarða á að verða borgarstjóri hans. Þótt Dagur sé ekki fullkominn. er hann samt Jesús Kristur í samanburði við stórbraskarann Arnalds.