Árið 2013 voru íbúðir í landinu næstum jafn margar og heimili. Skorturinn, sem nú ríkir, er því að mestu nýr. Yfir 6.000 íbúðir skortir nú þegar, og alls 17.000 á næstu tveimur árum. Nokkur hluti íbúða hefur horfið af íbúðamarkaði yfir í leigu til ferðafólks. Nýjar smáíbúðir í Reykjavík eru svo dýrar, að ungt fólk ræður ekki við kaup. Þær hafa líka horfið í túrismann. Vandanum hefur sumpart verið frestað með því að ungt fólk býr lengur í foreldrahúsum. Hvorki ríkisvaldið né bæjarfélög hafa brugðizt við þessu. Draga þarf úr lóðakostnaði og reglum um íbúðastærðir, framleiða eða flytja inn meira af stöðluðum íbúðum og húsum, úthluta lóðum strax til samtaka fólks, ekki til verktaka.