Nú er vissulega kominn tími í góðærinu til að bæta kjör þeirra, sem minnst mega sín. Lágmarksframfærsla er ekki lengur 250.000-300.000 krónur á mánuði, heldur 400.000. Þið eigið bara að viðurkenna það, helvítis aumingjar í ríkisstjórn og stéttasamtökum. Í stað stagbóta á bætur ofan á að greiða öryrkjum og gamlingjum og láglaunafólki 400.000 krónur á mánuði. Vísitölutryggt, punktur og basta. Hvort sem fólk kallar þetta lágmarkskaup eða bætur eða borgaralaun. Alla peningana, sem skortir í þetta, er hægt að herja út úr skattsvikurum, hækkunum í hafi, handhöfum þýfis í skattaskjóli, fjármálaráðherra og öðrum mafíósum í bófaflokkum landsins.