Jaðarsetning karlanna

Punktar

Eins og víðast í heiminum ríkti hér karlaveldi fram á síðustu ár. Sumir áttu erfitt með að vera hinir sterku, sem treystu sjálfum sér, keyrðu bílana og sögðu konum fyrir verkum. Þeir jaðarsettust og urðu að félagslegum vandamálum. Á allra síðustu árum hafa kvenfrelsishópar megnað að jafnsetja kynin og jafnvel knýja fram svonefnda jákvæða mismunun, sem stefnir að fljótari jafnstöðu. Hinir sterku karlar, sem keyrðu bílana og sögðu konum fyrir verkum, urðu margir fjarskalega ósáttir, jaðarsettust og urðu að félagslegum vandamálum. Skólar stuðla að þessu ferli með áherzlu á bóknám og jaðarsetningu verknáms. Í kerfið skortir jafnvægi.