Samstarf étur börnin sín

Punktar

Birgitta Jónsdóttir skrifaði fyrir helgi umtalaða grein um pólitískan feril sinn. Segir stærsta vanda pírata og annarra breytingasinna vera að reyna að breyta hinu inngróna þjófræði innan frá. Með samstarfi á alþingi um breytingar. Komið hefur í ljós, að sú ætlun er erfið í framkvæmd. Stjórnmálamenn falla smám saman inn í þau form, sem fyrir eru, áratuga gömul. Vinstri græn fara í stjórnarsamstarf með bófaflokknum og hafa þar engin áhrif. En draga smám saman dám af bófunum. Þetta er túlkun mín á orðum Birgittu. Þau falla saman við skilning minn á því sérstæða lýðræði, sem felst í þjófræði bófaflokksins. Sá vandi leysist bara með byltingu.