Hitnar undir kalda stríðinu

Punktar

Styður Ísland loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland? Norðmaðurinn Jens Stoltenberg, forstjóri NATÓ, hefur svarað spurningunni, sem Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson hafa bullað sig út úr að svara. Já, Ísland styður loftárásirnar, þótt forsætis- og utanríkisráðherrar okkar hafi ekki getað komið því skiljanlega frá sér. Við höfum raunar alltaf stutt Nató og Bandaríkin gegn áður Sovétríkjunum og núna Rússlandi. Við höfum enn ekki horfzt í augu við þá staðreynd, að forseti Bandaríkjanna er vangefinn brjálæðingur, sem á eftir að verða Vesturlöndum margfalt dýrari. Það hitnar undir kalda stríðinu.