Á Spáni eru 3,5 milljónir íbúða tómar, því að ferðamenn eru færri en spáð var. Flestar í eigu banka, sem hafa þær ekki einu sinni í sölu. Heilu þorpin í eigu þeirra. Kaupa ætti eitt þorpið eða nokkur risahótel. Með stórum herbergjum, sem henta öldruðum og öryrkjum. Fjórum sinnum ódýrara en sambærilegt húsnæði hér. Hótelin reka herbergisþjónustu og mötuneyti á borð við svipaða öldungaþjónustu heima. Hér er starfsfólk frá Filippseyjum, svo að fólki væri eflaust sama, væri það frá Spáni. Öll lyf, sjúkraþjónusta og spítalaverk eru ókeypis í himnaríki Evrópusambandsins. Raunar ættu allir að flytja til Spánar til að útvega hér pláss fyrir pólskt verkafólk að reisa hótel og airB&B.