Litlar breytingar

Punktar

Kosningarnar breyta litlu í pólitíkinni. Meirihlutinn í Reykjavík heldur, því að Viðreisn eða Sósíalistar koma í stað Bjartrar framtíðar, sem hætti í pólitík. Líka er athyglisvert, að Sósíalistar fá fulltrúa í fyrstu atrennu. Tvær fréttir eru þó merkastar. Bófaflokkurinn náði ekki niður fyrir 30% fylgi, þótt glæpaeðli hans ætti að vera öllum ljóst. Meðan fólk kýs hann samt, er ekki von á góðu. Hin fréttin er, að Vinstri græn rústuðu sig niður í einn fjórða af fylginu í fyrra. Með því að taka þá upp samstarf í ríkisstjórn við bófaflokkinn. VG á nú kost á að losa sig úr þeirri martröð og fara að hjálpa til við að endurreisa velferðina.