Bandarískir fjölmiðlar eru lakari en þeir eru sagðir vera. Evgenia Peretz lýsir dæmi í Vanity Fair: New York Times, Washington Post, Boston Globe og fleiri réðust á Al Gore forsetaframbjóðanda árið 2000. Fjölmiðlarnir lugu upp á Gore fullyrðingu um, að hann hefði fundið upp internetið. Hann væri söguhetjan í Love Story og margt fleira, sem Peretz rekur í greininni. Blöðin gáfu þá mynd af Gore, að hann væri stórmennskubrjálaður, ekki við hæfi almennings. Lygar blaðanna réðu úrslitum um, að Gore náði ekki kjöri. Á sama tíma skrifuðu þau um, að George W. Bush væri hvers manns hugljúfi.