Lón og uppistöðulón

Punktar

“Lón verða til á hálendi Íslands, hvort sem þau eru gerð af manna höndum eða ekki – meira að segja var lón áður, þar sem Hálslón á koma vegna Kárahnjúkavirkjunar.” Þannig endar nýleg grein á vef Björns Bjarnasonar stjórnmálamanns. Björn skilur ekki eða vill ekki skilja, að uppistöðulón vegna virkjana eru að því leyti öðru vísi en náttúruleg lón, að hinn fyrrnefndu hafa mjög svo breytilega vatnshæð eftir árstíðum og vatnsþörf orkuvera. Það gildir um fyrirhuguð uppistöðulón við Kárahnjúka og Norðlingaöldu. Breytilegri vatnshæð fylgja sérstök vandamál, svo sem lífvana fjörur og uppblástur.