Gegn Saddam, ekki Írak

Punktar

Samkvæmt fréttaleka til Washington Post hefur bandaríska hermálaráðuneytið ákveðið að heyja snöggt stríð í Írak gegn Saddam Hussein, lífverði og þjóðvarðliði hans, höllum hans, flugvöllum og skotpöllum. Hins vegar er ráðgert, að árásin beinist hvorki ekki gegn almenningi og venjulegum hermönnum né gegn venjulegum innviðum ríkisins á borð við brýr og vatnsból. Sérstök áherzla verður þó lögð á að eyða Tikrit, fæðingarbæ Husseins og ættbálks hans. Reiknað er með, að margar hersveitir Íraks leggi niður vopn í upphafi stríðs, enda séu sumir herforingjar þegar farnir að koma á framfæri orðsendingum á þá leið. Thomas E. Ricks skrifar rækilega fréttaskýringu um þetta.