Flokkar spanna ekki stórmál

Punktar

Valið milli Evrópusambandsins og minna vægis samstarfs okkar við Evrópu er svo mikilvæg ákvörðun, að hún ætti að vera eitt af helztu kosningamálum Íslendinga á komandi vori. Önnur brýn kosningamál eru valið milli víðernishagsmuna og virkjanahagsmuna, valið milli almannahagsmuna og sérhagsmuna í fiskveiðum, valið milli hagsmuna kynslóðanna og valið milli hagsmuna dreifbýlis og þéttbýlis og ýmis fleiri mál, sem flest skerast þvert á flokkslínur. Kjósendur eiga erfitt með að átta sig á afstöðu stjórnmálaflokka til meginmála nútímans, enda eru flokkarnir arfur frá tímum annarra ágreiningsefna í þjóðfélagsmálum. Ekki er gott fyrir lýðræði og þjóðarhag, að flokkar skuli hafa meira eða minna loðna afstöðu til flests þess, sem máli skiptir nú á tímum.