Ríkisábyrgð verður fryst

Punktar

Brottrekstur 30% starfsliðs deCode Genetics á Íslandi og slæmt gengi félagsins á hlutabréfamarkaði í sumar mun samanlagt hindra notkun heimildar fyrir tuttugu milljarða ríkisábyrgð til lyfjaþróunar deCode. Alþingi samþykkti heimildina í fyrravetur í skugga þeirrar fjárkúgunar, að lyfjaþróun deCode færi að öðrum kosti til Bandaríkjanna. Ríkisstjórnin verður að frysta heimildina, þar sem hún getur á síðasta ári fyrir kosningar ekki leyft sér að skuldsetja þjóðina upp á milljarða út á ímyndir og blekkingar.