Læknadóp fyrir 2 milljarða

Punktar

Fréttablaðið segir í dag, að við munum nota lyf fyrir rúma 5 milljarða króna á þessu ári, þar af tauga- og geðlyf fyrir tæpa 2 milljarða, langtum meira en nokkur önnur þjóð. Þetta eru vanabindandi geðbreytilyf, sem réttilega eru kölluð læknadóp á alþýðumáli. Spyrja má, hvers vegna fólk er að kaupa allt þetta áfengi og ólögleg fíkniefni, þegar allt landið flýtur hvort sem er í ódýru læknadópi og meira en tíuþúsund Íslendingar komast í prozak-vímu á hverjum morgni á kostnað ríkisins.