Ónothæfir samningamenn

Punktar

Forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra segja stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum vera í senn ósveigjanlega og ónothæfa fyrir Ísland. Þetta segja þeir, þótt ekki hafi reynt á þetta í samningaviðræðum. Þetta segja þeir, þótt almennt gildi í viðskiptum, að menn vita ekki, hvort eða hvernig um semst, nema samningaviðræður hefjist. Lélegur þætti sá kaupsýslumaður, sem lokar dyrum sínum og leggst undir sæng í stað þess að kanna viðskiptamöguleika sína. Á sama hátt eru ekki starfi sínu vaxnir þeir íslenzku ráðherrar, sem bulla fyrirfram eins og spákerlingar um niðurstöður samningaviðræðna, án þess að hefja viðræðurnar.