Pakistan er tímasprengja

Punktar

Þá sjaldan sem heimsins bezti dálkahöfundur, Peter Preston í Guardian, tekur til lyklaborðsins, kemur hann heilafrumunum í gang. Í dag minnist hans árs afmælis innrásarinnar í Afganistan: Leppur Bandaríkjanna í Afganistan, Hamid Karzai forsætisráðherra, hrekst frá völdum um leið og Bandaríkin missa endanlega áhuga á landinu. Og leyniþjónusta heimsveldisins getur hvorki fundið Omar talibana né Osama hryðjuverkamann. Þeir læddust til Pakistans, þar sem hershöfðinginn Musharaf ræður á brauðfótum sínum ekki við neitt; ekki við hryðjuverkamenn í Kasmír, ekki við ættbálkahöfðingja í landamærahéruðum og ekki við fjöldamorðingja á kristnu fólki í landinu. Pakistan er 150 milljón manna ríki með alvöru atómsprengjur frá eigin verkstæðum og mesta gróðrarstía ofsatrúarmanna í heiminum. Meðan Bandaríkin eru heltekin af þriðja flokks Írak er Pakistan fyrsta flokks tifandi tímasprengja.