30% þjást af offitu

Punktar

59 milljónir Bandaríkjamanna þjást af offitu, 30% þjóðarinnar, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem birtust í gær í Journal of the American Medical Association. Skilgreining offitu er samkvæmt bandarískum staðli um hlutfall hæðar og þyngdar líkamans. Þetta er enn verra ástand en áður hefur verið talið og stingur óneitanlega í stúf við alla heilsuræktina, öll megrunarlyfin og allan lágfitumatinn. Áður var búið að reikna út, að ofát er dýrasti vandi heilbrigðiskerfisins þar vestra, mun dýrari en áfengið. Í báðum tilvikum er um að ræða fíkn, sem veldur því, að það góða, sem menn vilja gera, gera þeir ekki, af því að þeir ráða ekki við fíknina, hversu góðar upplýsingar, sem þeir hafa. Við ættum að vara okkur, því að sykurneyzla á Íslandi heldur í humátt á eftir bandarískri sykurneyzlu og er hin næstmesta í heiminum.