Bezti díllinn í bænum

Punktar

Pólski dálkahöfundurinn Konstanty Gebert hjá Gazeta Wyborcza skrifar í dag ágæta grein í International Herald Tribune um stækkun Evrópusambandsins og væntanlega aðild Póllands að sambandinu. Díllinn hefur súrnað, segir hann, en hann er samt bezti díllinn í bænum. Hann vonar, að sambandið verði annað og meira en stöðlun og reglugerðir. Hann viðurkennir, að sambandið hafi enn ekki komið á samevrópskri vitund og segir stækkun þess ekki skapa neitt nýtt. En hann segir stækkunina muni hafa langtímaáhrif til góðs og staðfesta lífsþrótt samevrópskra gilda.