Svarthol í Vetrarbrautinni

Punktar

Í fyrsta skipti hafa náðst sönnunargögn um tilvist risastórs svarthols í miðju vetrarbrautarinnar. Vísindamenn við Max Planck stofnunina í Þýzkalandi hafa birt grein um niðurstöður sínar í brezka tímaritinu Nature. Þar kemur fram, að fyrirbæri, sem nefnist Sagittarius A er þremur milljón sinnum stærri en sólin. Svarthol í geimnum eru ekki hvirflar, sem soga til sín hluti, heldur svo eðlisþung fyrirbæri, að ljós sleppur ekki frá þeim. Þau myndast, þegar stjörnur falla saman inn í sjálfar sig. Þau er að finna í kjarna flestra sólkerfa. Sagittarius A hefur í aldarfjórðung verið grunaður um að vera slíkt svarthol, en sönnunargögn hafa ekki fengizt fyrr en nú. Búizt er við, að þessi tíðindi muni efla um allan heim rannsóknir á svartholum.