Höggvið á hnútinn

Punktar

Samkomulag Schröder og Chirac í gær er gott dæmi um þróun Evrópusambandsins. Eftir linnulaust þjark er loksins höggvið á hnútinn og sambandið getur stigið næstu skref. Þannig var á sínum tíma ákveðið að stækka sambandið um alla Evrópu, taka upp evru og sameiginlegan seðlabanka, hvort tveggja heimssöguleg skref. Nú er í raun búið að ákveða, hvernig farið verður með landbúnaðarstyrkina, þegar fátæku ríkin í austri bætast við. Þau byrja að fá styrki árið 2004 og síðan verður sett þak á alla landbúnaðarstyrki árið 2007. Þetta er ekki óskaniðurstaða, en veður samþykkt af öllum og gerir bandalaginu kleift að halda áfram að þenjast út og verða að langmesta efnahagsveldi veraldar.