Kárahnjúkavirkjun er ómagi

Punktar

Í minnisblaði frá borgarstjóranum í Reykjavík segir, að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé ekki sú, sem reiknað hafi verið með. Ennfremur, að fjárhagslegir erfiðleikar Landsvirkjunar lendi á eigendum hennar, þar á meðal borginni. Af Kárahnjúkavirkjun einni verða 34 milljarðar króna í húfi hjá borginni. Raunar er úr hófi athyglisvert, að umdeild virkjun skuli vera svo illa arðbær, að hún verður ekki reist án þess að fá gefins ábyrgðir ríkis og borgar. Til þess að rekstrartapið af eyðileggingu stærsta ósnortna víðernis í Evrópu lendi ekki á herðum skattborgaranna, mun Landsvirkjun neyðast til að misnota einokunaraðstöðu sína til að láta tjónið lenda á greiðendum rafmagnsreikninga. Kárahnjúkavirkjun er og verður ómagi á þjóðinni.