Þeir kusu að hlusta ekki

Punktar

Í annars fróðlegri grein um deCode í Guardian gefur James Meek kaldhæðnislega mynd af Íslendingum sem dáleiddum fylgismönnum Davíðs Oddssonar og Kára Stefánssonar. Hins vegar er rangt hjá Meek, að Kári hafi stýrt íslenzkum fjölmiðlum í kaupæði hlutabréfa árin 1999-2000. Fjölmiðlar voru galopnir fyrir vel rökstuddum efasemdum um fjárfestingu í deCode. Þeir, sem eigi að síður létu ginnast til að kaupa verðlaus hlutabréf í deCode á uppsprengdu verði, eru ekki saklaus fórnardýr örlaganna. Þeir kusu bara að hlusta ekki.