Korpóratífur stjórnmálaflokkur

Punktar

Í reynd er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur umhverfisspjöllum, sbr. Kárahnjúka og Þjórsárver. Í reynd er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur ókeypis einkaleyfum og ríkisábyrgðum til sérvalinna aðila, sbr. deCode og Landsvirkjun. Í reynd er Sjálfstæðisflokkurinn hlynntur framsali auðlinda til fámenns hóps fyrir ekkert eða sem allra minnst afgjald, sbr. fiskveiðistefnuna og deCode. Í reynd er Sjálfstæðisflokkurinn andvígur framförum, sbr. landbúnaðarstefnuna og Evrópustefnuna. Hvernig stendur á, að frjálshyggjumenn kjósa flokk, sem í eðli sínu er korpóratífur íhaldsflokkur að hætti fasistaflokks Mussolinis á Ítalíu? Hvernig stendur á, að almenningur kýs flokk, sem hefur að forgangsmáli að gæta hagsmuna þeirra, sem lengst hafa verið bezt settir? Eru kjósendur unnvörpum haldnir sjálfspyndingarhvöt?