Jakobi launað að verðleikum

Punktar

Samfylkingin stóðst margmilljón króna áhlaup Jakobs Frímanns Magnússonar í prófkjörinu í Reykjavík. Andlit hans er búið að ofmetta síður fjölmiðla og alla hugsanlega sjónvarpsþætti og þekja veggi um allan bæ á síðustu dögum, eins og martröð í einræðisríki. Þetta dugði aðeins í ömurlegt tíunda sætið. Og segir okkur, að peningar og popp, óheftur aðgangur að rugluðu sjónvarpsfólki, auglýsinga- og ímyndarfræði gerviheims nútímans eru samanlagt engan veginn ósigrandi. Kjósendur Samfylkingarinnar létu orrahríð Jakobs ekki á sig fá og kusu sitt fólk eins og ekkert hefði í skorizt. Hann hafði ekkert að segja og var launað að verðleikum.