Góðar greinar í Guardian

Punktar

Þrjár góðar kjallaragreinar í Guardian í morgun gefa samanlagt einstæða innsýn í heimspólitískar breytingar, sem fela í sér, að fyrstu áratugir þessarar aldar verða ólíkir síðustu áratugum liðinnar aldar. Gary Younge rekur dæmi um, hvernig hagsmunir peninga, til dæmis olíupeninga, eru að víkja mannúðarsjónarmiðum til hliðar hjá Sameinuðu þjóðunum. Simon Tisdall skrifar um, hvernig ráðamenn Evrópu eru almennt (eins og ég) farnir að átta sig á, að Bandaríkjastjórn er um það bil að verða til miklu meiri vandræða í umheiminum en hún hefur verið að undanförnu, en hafa ekki kjark til að stöðva hana. John Vidal telur, að friðsöm fjöldamótmælin gegn hnattvæðingu í Flórens um helgina sýni, að andstaðan gegn róttækri gróðahyggju sé búin að ná þroska og feli í sér rætur endurreisnar gegn ríkjandi hugmyndafræði á Vesturlöndum. Missið ekki af þessum þremur greinum.