Evrópa hækkar reikningana

Punktar

Evrópusambandið leggur vaxandi áherzlu á, að Ísland og Noregur borgi meira fyrir aðganginn að evrópskum mörkuðum, ef til vill til að sýna okkur fram á, að þægilegra verði að lokum að sitja innanbúðar í hlýjunni en standa úti í kuldanum og semja við það sem utangarðsmenn. Vafalaust kærir sambandið sig ekki heldur um, að þessi tvö ríki séu ánægð með útivistina og noti bara valda þætti úr samstarfinu. Stórfelld stækkun sambandsins til austurs gefur því gott færi á að gera auknar fjárkröfur á hendur okkur. Norðmenn eru sagðir vilja borga talsvert, jafnvel margfalt meira, en Davíð segir nei takk fyrir okkar hönd, sem er ágætis upphafsstaða í viðræðum. Verst er, að við þurfum meira á Evrópusambandinu að halda en það á okkur.