Fyrst Ísrael, svo Írak

Punktar

Paul Foot minnir á það í grein í Guardian, að fleiri en Saddam Hussein hafa hunzað einróma niðurstöður öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ísrael hefur í 35 látið hjá líða að verða við einróma kröfu alþjóðasamfélagsins um að hverfa með her sinn af hernumdum svæðum Palestínu. George W. Bush Bandaríkjaforseti spurði á allsherjarþinginu í haust: “Á að fara eftir niðurstöðum öryggisráðsins eða hunza þau án afleiðinga?” Hann var að tala um Írak, sem þá hafði ögrað öryggisráðinu í 10 ár, en sama spurning hefur átt við Ísrael í 35 ár. Skjólstæðingar Bandaríkjanna sleppa við refsingar, en vei hinum, sem sitja á olíu, er Bandaríkin girnast.