Tékkar siðvæða Nató

Punktar

Tékkar neituðu í gær að veita hinum geðveika einræðisherra Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, vegabréfsáritun til að mæta á stórfund Atlantshafsbandalagsins í Prag, þar sem sjö fyrrum austantjaldsríki fá formlega aðild að bandalaginu. Jafnframt var látið að því liggja, að einræðisherrann í Úkraínu, Leonid Kuchma, væri ekki velkominn, ef hann reyndi að komast á fundinn. Með þessu hindra Tékkar, að einræðisherrarnir geti baðað sig í vestrænu sólskini heima fyrir og styrkt stöðu sína þar til frekari glæpa. Um leið fær Vladimir Pútín Rússlandsforseti óbeint á kjaftinn fyrir að halda þessum ógeðfelldu brotamönnum fjárhagslega á floti í leppríkjunum til að þjóna rússneskum stórveldisdraumum. Gott er að hafa fengið Tékkland í bandalagið til að hafa vit fyrir því og siðvæða það.