Erfðabreytt skal það vera

Punktar

Eins og Ísland, en öfugt við önnur ríki, greiða Bandaríkin ekki þróunaraðstoð sína í peningum, heldur með eigin vörum. Eins og á Íslandi er bandarísk þróunaraðstoð fyrst og fremst aðstoð við eigin landbúnað. En Bandaríkjamenn ganga lengra en við. Þeir nota þessa aðstoð til eindregins stuðnings við Monsanto og önnur fyrirtæki, sem framleiða erfðabreytt útsæði. Evrópa bannar slíkt útsæði og þróunarríkin hafa illan bifur á því, enda er til meira en nóg af venjulegu útsæði í heiminum. George Monbiot segir í morgun í Guardian frá þessu og skipulögðum vinnubrögðum Monsanto bak við tjöldin við að rægja vísindamenn og aðra, sem hafa gagnrýnt framleiðslu fyrirtækisins og tilraunir þess til að byggja upp einokun í skjóli einkaleyfa.