Evrópu leiðist Ísland

Punktar

Nýjar kröfur Evrópusambandsins um margfaldaðar greiðslur Íslands í þróunarsjóð þess og um afskipti sambandsins af íslenzkum sjávarútvegi sýna breytt viðhorf bandalagsins til okkar. Það hefur meira en nóg að gera við að reyna að höndla metnaðarfull áform á öðrum sviðum, svo sem sameinaðan gjaldmiðil, stækkun til austurs og friðargæzlu á Balkanskaga. Um leið er það að missa áhuga á Evrópska efnahagssvæðinu, það er að segja Noregi og Íslandi. Með því að setja fram ofurkröfur án þess að bjóða aðild er sambandið að segja: “Við nennum ekki lengur að tala við ykkur”. Ekki bætir úr skák, að í höfuðstöðvunum í Brüssel nýtur forsætisráðherra okkar lítils trausts, enda er hann talinn vera hatursmaður sambandsins.