Barnslega upphafinn Moggi

Punktar

Í fréttum vestrænna dagblaða í morgun af fundi Atlantshafsbandalagsins í Prag var fyrst og fremst slegið upp niðurstöðu Íraksmálsins, sem beðið hafði verið með óþreyju. Lítið er fjallað um innri mál bandalagsins og stækkun þess til austurs, enda var búið að ákveða allt slíkt löngu fyrir fundinn. Almennt eru blöðin sammála um, að bandalagið hafi lýst stuðningi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og forðast að lýsa yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir á þessu stigi málsins. >George Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands, sagði í viðtali við Guardian, að ályktunin hafi í meðferð fundarins að frumkvæði Frakka og Þjóðverja verið færð nær ályktun öryggisráðsins en uppkastið gerði ráð fyrir. Barnslega upphafinn Moggi sker sig hins vegar úr með fyrirsögnunum “Mikill sigur fyrir NATO” og “Stærra sterkara sneggra bandalag”.