Hættulegur hrukkueyðir

Punktar

Komið hefur í ljós, að hættulegt er að láta sprauta hrukkueyði inn fyrir andlitshúðina, þótt Morgunblaðið hafi auglýst í löngu drottningarviðtali, að nú sé loksins hægt að fá slíkt gert hjá íslenzkum lækni. Erlend dagblöð hafa varað við aðferðinni að undanförnu. Mark Lawson skrifaði í gær í Guardian um, hvernig þetta sterka eitur, sem heitir botox, eyðir hrukkum með því að lama húðvöðvana, svo að fólk hættir að geta sýnt svipbrigði. Svokallaða botox-liðið í kvikmyndum og sjónvarpi missir að lokum vinnuna, af því að það virkar fábjánalega sviplaust á tjaldinu eða skjánum. Í sama blaði bendir Sarah Boseley á, að þar að auki séu langtímaáhrif eitursins ekki þekkt. En eitursalinn græðir á tízkufyrirbærinu, salan hefur aukizt úr 2,5 milljörðum króna áið 1993 í 43 milljarða á þessu ári.