Bush styður tóbakið

Punktar

Ríkisstjórn Bush Bandaríkjaforseta styður tóbaksiðnaðinn eindregið, enda hafa tóbaksframleiðendur tekið mikinn þátt í að fjármagna kosningabaráttu flokks forsetans. Bush hefur að undanförnu reynt að bregða fæti fyrir harðari aðgerðir Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar gegn tóbaksnotkun. Hann hefur einnig reynt að þvælast fyrir málaferlum tíu Evrópuríkja gegn R.J. Reynolds Tobacco Holdings fyri samsæri um smygl, falsanir á umbúðum og samstarf við mafíuna í Evrópu um peningaþvott. Í leiðara í dag ræðst Washington Post harkalega á þessa afstöðu Bush Bandaríkjaforseta. Um þessar mundir deyja 4.900.000 manns á ári af tóbaksnotkun. Búist er við, að sú tala tvölfaldist á tveimur áratugum. Hyggjast tóbaksframleiðendur ná þeim árangri með því að ánetja börn í þriðja heiminum og gera þau að tóbaksfíklum. Bush Bandaríkjaforseti styður þetta ferli eindregið.