Vinsælum varpað á dyr

Punktar

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi óttuðust, að prófkjör mundi leiða til þingmennsku hins sívinsæla Árna Johnsens á vegum flokksins og vildu forðast það með uppstillingu listans í þröngum hópi. Flokksforustan í Valhöll vildi einnig nota tækifæri uppstillingar til að losna við næstum því eins vinsælan Kristján Pálsson, sem hefur einstöku sinnum rambað út af flokkslínunni, til dæmis í auðlindamálum sjávarútvegs. Að óbreyttu verður niðurstaðan, að í þessu kjördæmi býður flokkurinn fram lista daufra frambjóðenda, sem ekki gætu sýnt sig og sannað í prófkjöri. Þetta minnir okkur á, að prófkjör eru oftast nauðsynleg í pólitík, þegar margir eru um hituna, þótt þau séu stundum til kostnaðar og vandræða, þegar menn eru í stórum dráttum sáttir við lítt eða ekki breyttan lista frá síðustu kosningum. Þetta sýnir líka flokk, sem hikar ekki við að varpa vinælum þingmanni á dyr, ef Davíð heimtar það.