Stríðið er að tapast

Punktar

Ein bezta grein, sem birzt hefur um gengi baráttunnar gegn hryðjuverkum, er grein Peter Beaumont, utanríkisritstjóra Observer, á sunnudaginn. Hann telur, að al Kaída sé ekki félag, heldur hugmyndfræði, sem muni lifa, þótt Osama bin Laden og helztu ráðgjafar hans verði handteknir eða drepnir. Hann telur, að þessi hugmyndafræði sé að ná tökum á heimi múslima og muni hefta stuðning ríkja í Miðausturlöndum við væntanlega árás á Írak. Hann telur, að al Kaída sé að takast að draga úr bandarískum áhrifum víðs vegar um heim. Með árásunum í Mombasa hafi hreyfingunni tekizt að þjappa Bandaríkjunum og Ísrael saman og egna Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, til frekari óhæfuverka gegn Palestínu, sem muni enn magna stuðning almennings í löndum múslima við hugmyndafræði al Kaída. Við erum að tapa stríðinu, segir Beaumont í rökfastri grein sinni.