Bréf hryðjuverkamanns

Punktar

Ekkert bandarískt dagblað hefur enn þorað að birta “Bréf til Ameríku” eftir Osama bin Laden, þar sem hann rekur orsakir hryðjuverkanna eins og hann sér þær og setur fram kröfur um breytta stefnu Bandaríkjanna í málefnum íslamskra þjóða. Hræðslan stafar af ótta við einlitt almenningsálit, sem telur slíka birtingu vera eins konar landráð. Þess vegna vita Bandaríkjamenn ekki, hvaða texta er verið að prédika í þúsundum moska víðs vegar um heim um þessar mundir. Þar sem okkur Vesturlandabúum er nauðsynlegt að skilja hugarfarsvélina, sem knýr öldu hryðjuverka gegn Vesturlöndum, hefur brezka tímaritið >Observer birt enska þýðingu bréfsins í heild. Það er einkar fróðleg lesning.