Lítils metin Bandaríki

Punktar

PEW Research Center kannaði í haust álit 38.000 manna í 44 löndum á Bandaríkjunum og fyrirhuguðu stríði þeirra við Írak. Niðurstaða könnunarinnar var, að um allan heim hefur andstaðan við Bandaríkin harðnað á síðustu tveimur árum. Jafnvel bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu eru eindregið og yfirgnæfandi andvígir stríðinu við Írak, svo ekki sé talað um þjóðir íslams, þar sem fólk er hópum saman farið að hata Bandaríkin. Eindregnir Bandaríkjavinir eru að verða sjaldgæfir í Evrópu. Þar telja menn Palestínudeiluna alvarlegri vanda en hegðun Saddam Hussein. Um þetta eru tvær fréttir eftir Brian Knowlton í International Herald Tribune í dag, önnur almenns eðlis og hin um Írak. Þar koma fram athyglisverð hliðaratriði á borð við, að Rússar einir eru ánægðari með Bandaríkin en áður og að Bandaríkin hafa þá sérstöðu meðal auðþjóða heims, að 15% íbúanna eiga stundum ekki peninga fyrir mat.