Atlanta úti að aka

Punktar

Óskiljanlegt er, að flugfélagið Atlanta, sem hefur mikilla hagsmuna að gæta í Norður-Afríku og Miðausturlöndum skuli hafa skrifað undir samning við íslenzka ríkið, er forsætisráðherra Íslands túlkar sem skuldbindingu um flutninga í þjónustu við verkefni, sem eru vægast sagt umdeild í þeim heimshluta. Ef Atlanta verður fyrir áreiti út af þessum undarlega samningi, geta ráðamenn þess sjálfum sér um kennt. Borgaraleg flugfélög eiga ekki af fúsum og frjálsum vilja að blanda sér beint eða óbeint í styrjaldir eða undirbúning styrjalda.