Allt í steik í Afganistan

Punktar

Þótt konur eigi betri ævi í höfuðborginni Kabúl eftir hernámið, er enn verið að brenna stúlknaskóla annars staðar í Afganistan. Hamid Karzai, leppur sigurvegarans, fer ekki spönn frá rassi án bandarískra lífvarða. Úti á landi ráða herstjórar Norðurlandabandalagsins lögum og lofum. Talibanar höfðu bannað framleiðslu eiturlyfja, en í skjóli herstjóranna er hún aftur orðin aðalatvinnuvegur landsins, Vesturlöndum til mikillar armæðu. Þótt stórfelldri uppbyggingu hafi verið lofað, sér hennar hvergi stað og >leppstjórnin á ekki fyrir launum opinberra starfsmanna. Talibanar eru aftur farnir að láta á sér kræla í skjóli vinveittra íbúa. 53 árásir voru gerðar á setulið Bandaríkjamanna í nóvember. Ef endurreisn Íraks verður á svipuðum nótum og >endurreisn Afganistans hefur verið, er ekki von á góðu.