Fullt af fínum greinum

Punktar

Þetta er góður morgunn með kaffinu, fullt af fínum greinum í heimspressunni, allt frá grein Thomas Fuller um Evrópu, sem er að eldast inn í framtíðina, yfir í grein Nicholas Wade um þjóðflutninga yfir Indlandshaf fyrir 8000 árum. Thomas L. Friedman leggur til, að Atlantshafsbandalagið taki að sér stjórn Palestínu, meðan þar verði byggt upp eigið lýðræðisríki Palestínumanna. Julian Borger skrifar um, hvernig George W. Bush sé á báðum áttum um, hvað gera skuli í máli Íraks. Og William Pfaff segir, að Bandaríkin séu að rækta hatur múslima með því að koma sér upp herstöðvum í löndum þeirra. Allt eru þetta rökfastar og umhugsunarverðar greinar, þveröfugt við það, sem við erum vön í fjölmiðlum Íslands.